ELDHÚSÁHALDA-UMRÆÐU-DEGI-BOGGANS



Í dag, föstudaginn fyrir Alþingiskosningarnar 2009 hafa eigendur (okkar sem) Borgumblaðið lýst yfir ELDHÚSÁHALDA-UMRÆÐU-DEGI-BOGGANS.

Öfugt við Eldshúsdagsumræður Alþingis (sem hafa verið hrútleiðinleg skúespil í beinni á RÚBBANUM í gegnum tíðina) skorar BOGGINNá les-endur nær og fjær að pikka í símþráðinn til vina sinna og vandamanna og ræða máln - landsins gögn og nauðsynjar. Hvatt er til sjóðheitra umræðna og að láta nú allt flakka sem hríslast hefur um okkur á þessum örlagavetri. Verum við sjálf umfram allt en skerpum línurnar og krefjumst réttlætis.

Skorum á vini okkar, foreldra, systur, bræður og frændgarð allan, að láta nú ekki FjórFLokkinn í allri sinni nekt blekkja okkur enn og aftur til fylgispektar með skærum og rándýrum sauðagærum sinum. Lítum undir feldinn, en leggjumst alls ekki ekki undir hann. Þar undir sitlja þeir á svikráðum; úlfurinn, strúturinn, og skúmurinn og síðast en ekki síst hælbundni fílinn. Fyrst þeir sviku okkur með persónukjörið og stjórnlagaþingið og neituðu síðan í þokkabót að skila auðlindunum aftur til þjóðarinnar, skulum við bara spila þeirra leik og kjósa á básum - en í þetta skiptið með óbundið fyrir öll vit okkar og hendur og látum þá feinna fyrir okkur.

Og við skulum líka leika okkur smá, á þeirra kostnað, fyrir alla smánina sem þeir hafa hellt yfir þjóðina, og beita atkvæðaþófi sem þakklætisvotti fyrir allt málþóf þeirra og fleiri skemmtilegum tilbrigðum - allt eins og hver hefur geð til. Gleymum ekki að láta reka út alla njósnara frá FLokkunum út úr kjördeildinn okkar, því við höfum lögin með okkur sem gefa okkur heimild til að kjósa leynilega). Gefið ekki upp nafn eða sýnið skilríki fyrr en þeir eru farnir út úr kjördeildinni.

XO - og þjóðin talar saman!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband