Trúverðug rannsókn á efnahagshruni Íslands

Ævisparnaður eldra fólks brennur upp. Lífeyrissjóðir tapa tugum milljarða af fé sem þeim er treyst fyrir. Ungt fólk sem lagt hefur fyrir til að eiga upp í kaup á íbúð er rænt aleigunni og hneppt í ævilanga skuldafjötra. Ætlar almenningur á Íslandi að sætta sig við þetta?
 
Borgarahreyfingin ætlar ekki að gera það.

Brandari?

Stjórnvöld - íslenskir stjórnmálamenn - ætla almenningi að sætta sig við þetta. Á því er engin vafi. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðiflokks fékk sýslumanninn á Akranesi til þess að sjá um rannsóknina á efnahagshruni landsins. Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, grátbað sýslumanninn um að taka verkið að sér. Haldi menn að það hafi verið einhver ósmekklegur brandari hjá Birni þá var svo alls ekki. Ríkisstjórnin sem tók við, ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, ætlaði líka að láta rannsókn sýslumannsins nægja. Það var fyrir tilverknað einstaklinga utan úr bæ og vegna þrýstings frá almenningi sem núverandi ríkisstjórn tók við sér. Annars sæti sýslumaðurinn ofan af Skaga enn við tómar hillur. Gera þarf betur en þetta.

Krafa Borgarahreyfingarinnar hefur frá upphafi verið þessi: „Rannsókn á íslenska efnahagshruninu verði undir stjórn og á ábyrgð óháðra erlendra sérfræðinga og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta skal eignir grunaðra STRAX meðan á rannsókn stendur."

Kjósendum er ljóst að stjórnmálamönnum á Íslandi hefur orðið illilega á í messunni. Þeir hafa ekki og munu ekki eiga frumkvæði að trúverðugri rannsókn á efnahagshruninu, vegna þess að þeir vilja ekki vita niðurstöðuna. Borgarahreyfingin hefur einsett sér að linna ekki látunum fyrr en slík rannsókn hefur farið fram. Við neitum líka að hægt sé að skuldsetja börnin okkar fyrir lífstíð vegna vanhæfra stjórnmálamanna og siðblindra þrjóta úr hópi einkavina þeirra.

Ég hef barist fyrir því persónulega að fá Evu Joly til Íslands síðan í september 2008. Egill Helgason tók af skarið og fékk hana í þáttinn til sín þann 8. mars sl. þar sem augljóst var orðið að íslensk stjórnvöld ætluðu ekki að kalla til neina sérstaka erlenda rannsóknaraðila sem var jú ein af megin kröfum baráttuhópsins Nýrra tíma sem var stofnaður í október 2008.
en stefnuyfirlýsing hans er mjög skýr:

Vilji okkar er að við högum okkur eins og siðmenntuð þjóð, að við hröðum rannsókn á þessum grafalvarlegu málum, hugsanlegum lögreglurannsóknum og dómsmálum sem mest má til að þjóðin finni aftur til innri friðar, geti hafið það uppbyggingarstarf sem framundan er. Stjórnmálamenn, fjármálamenn og stjórnsýsla eru flækt í gagnkvæma hagsmunagæslu gróðafíknar og valdagræðgi. Við krefjumst þess að gripið verði tafarlaust til markvissra aðgerða til að bjarga fjárhag heimilanna og lífvænlegra fyrirtækja og óhikað verði gengið að þeim auðmönnum sem ábyrgð bera á hruninu. Samhliða endurnýjun fullveldisins þarf að fara fram víðtæk alþjóðleg rannsókn á öllu því sem miður hefur farið undanfarna áratugi, þar sem aðgangur rannsóknarnefnda og fræðimanna að gögnum verður óhindraður og frysting á eignum auðmannana sem teljast hafa gerst brotlegir verði tafarlaust frystar. Við viljum kjósa menn og málefni en ekki flokka, við berjumst fyrir persónukjöri, breytingum á kosningalögum, stjórnlagaþingi sem kosið verði til í haust.

Ég stóð meðal annara fyrir undirskriftasöfnun á facebook - síðunni " Fáum Evu Joly til að aðstoða við rannsókn á hruninu". Eva Joly segir frá 
baráttusíðunni í norska viðtalsþættinum "Grosvold" þann 13. mars 2008.

sjá; http://www1.nrk.no/nett-tv/klipp/473730.

Í viðtalinu segir Eva að upphafið að ákvarðanatöku sinni hafi verið þegar að Egill Helgason hafi verið fyrstur manna til að biðja sig um að hjálpa okkur við rannsóknina á hruninu og um nóttina hafi facebooksíða orðið til þar sem fleiri þúsund manns hafi skráð sig sem hún kallar " ett intressant fenomen", því þar hafi íslenskur almenningur þrýst á íslensk stjórnvöld að ráða sig til starfa. Ríkisstjórnin hitti Evu Joly eftir þessa atburðarás og fann sig knúna til að mæta kröfum almennings. Það var því fyrir tilverknað einstaklinga utan úr bæ og vegna þrýstings frá almenningi sem núverandi ríkisstjórn tók við sér.


Atkvæði greitt Borgarahreyfingunni er stuðningsyfirlýsing við trúverðuga rannsókn á efnahagshruninu.

Setjum X við O þann 25. apríl.

Guðjón Ólafsson

Höfundur er Atvinnulaus fyrrverandi  Rútubílstjóri og frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar í Norð-austur kjördæmi

Lýðræðisumbætur strax, stjórnlagaþing, persónukjör og þjóðaratkvæðagreiðslur og setjið x við O .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband