Slæm framkoma VÍS trygginarfélags

Góðan dag

Stjúp sonur minn varð fyrir því að það var bakkað á bílinn hans í stæði og framhurð er ónýt og rúða í hurð brotin.

Hann fór til VÍS á Egilsstöðum þar sem Tjónvaldur er tryggður .

Skoðunarmaður hjá VÍS skoðaði bílinn en sagði að það væri hægt að gera við hurðina en viðgerðamenn hjá Bílamálun á Egilsstöðum sögðu að hurðin væri ónýt.

Þar var okkur sagt að VÍS borgaði ekki Bílaleigubíl fyrr en viðgerð hæfist  og við fórum með bílinn upp í Bílamálun þar var okkur sagt að það gæti tekið einhvern tíma að fá varahluti í bílinn útaf þessu tjóni.

Ég spyr á hann að þá að vera bíllaus á meðan er  verið að leita af varahlutum í bílinn og hver borgar vinnutapið?

Ég hringdi í TM í Reykjavík og talaði þar við Sérfræðing í svona málum hann tjáði mér að hann eigi að fá bíl á meðan beðið væri eftir varahlutum og meðan viðgerð stæði.

Þessi maður hjá TM sagði að það hafi fallið dómsmál í svona málum og VÍS eigi að vita þetta .

Og hann eigi að fá Bílaleigu bíl  á meðan bílinn er stopp .

 

Okkur  fynnst það  full hart að þar sem hann er í 100% rétti og ekki einu sinni í bílnum þegar bakkað var á hann að hann eigi að líða fyrir það að vera bíllaus  því varahlutir séu ekki alveg á Lausu.

Nú skal VÍS sjá til þess að hann fái bíl á meðan hann bíður eða Borga honum bílinn út hið fyrsta .


Hvað fynnst ykkur um þetta ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Mér finnst þetta sterkur leikur hjá TM. Heldur einhver að TM geri þetta svona? Ó nei, þar sem þeir eiga ekki í hlut, þá segja þeir þetta.

Þjónustan hjá VíS er hvorki betri né verri en hjá hinum. S.s. mjög slæm.

Hjalti Garðarsson, 11.5.2009 kl. 19:52

2 Smámynd: Guðjón Ólafsson

Sæll Guðjón,

Réttarstaða þín ræðst að nokkru leyti af umfangi tjónsins. Ef tjónið er þess eðlis að bifreiðin er ennþá ökufær, getur verið að þú eigir takmarkaðan rétt á bótum vegna biðtímans, þ.e. ef markvist er verið að vinna í að fá varahlutinn afhentan. Þetta kann að hljóma einkennilega, en því miður gefur framkvæmdin þetta í skyn. Ef tjónið er hins vegar alvarlegt og veldur því að ökutækið er nánast óökuhæft eða hættulegt farþegum, virðist réttur tjónþola ráðast af neðangreindri umfjöllun. Þetta er þó háð mati hverju sinni og því er erfitt að gefa þér ákveðin svör að svo stöddu. Reglurnar sem reynir á eru s.s. eftirfarandi:

Þegar um er að ræða munatjón eins og t.d. tjón á bifreiðum, hafa eftirfarandi reglur verið taldar gilda um bótarétt tjónþola (eiganda skemmdu bifreiðar):

Þegar munir skemmast eða eyðileggjast skal bæta sannanlegt fjártjón sem af því leiðir, bæði beint tjón (eignarýrnun) og óbeint tjón (rekstrartap eða afnotamissi) ef því er að skipta. Tjónþoli á að verða eins fjárhagslega settur og ef tjónið hefði ekki orðið. Oftast eru greiddar bætur fyrir viðgerðarkostnað vegna beina tjónsins. Ef bifreið hefur eyðilagst eða farist á tjónþoli rétt á bótum, þ.e. fá greitt verð eignarinnar. Sama gildir ef viðgerðarkostnaður yrði hærri en verð hennar. Þegar greiða á verð hlutar er almennt miðað við það verð sem tjónþoli þyrfti að greiða fyrir sambærilegan hlut á almennum markaði það er að segja enduröflunarverð hlutarins. Til hliðsjónar við ákvörðun skaðabóta fyrir munatjón hefur gjarnan verið höfð hliðsjón af reglum vátryggingarréttarins og þá einkum 37. og 38. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga. Þess ber þó að geta að samkvæmt gildandi lögum er gert ráð fyrir að í vátryggingarsamningum séu reglur um ákvörðun bóta. Venjulega hefur þetta verið með þeim hætti að vátryggingafélögin áskilja sér rétt til þess að meta hvort það samsvari kostnaði að bæta tjónið (framkvæma viðgerð) eða greiða út bætur þar sem eignin er það alvarlega skemmd.

Þegar bifreið skemmist eða eyðileggst getur af því hlotist óbeint tjón svo sem tjón vegna afnotamissis eignarinnar eða rekstrartap. Almennt er erfiðara að sanna nákvæmlega hvert óbeina tjónið er heldur en beina tjónið. Í dómi Hæstaréttar frá 10. febrúar 2000 (mál 342/1999) voru eiganda bifreiðar meðal annars dæmdar bætur fyrir óbeint tjón.

Stutt reifun af dóminum: Bifreið S skemmdist mikið í árekstri og seldi S hana þrettán mánuðum eftir tjónsatvikið án þess að gert væri við hana. Fallist var á kröfu S um bætur fyrir missi nota af bifreiðinni í 30 daga, en kröfuliður þessi fékk stoð í matsgerð dómkvadds manns. Einnig voru dæmdar bætur fyrir flutning bifreiðarinnar af slysstað og sérstaka vélarskoðun. Hins vegar var hafnað kröfu um geymslukostnað fyrir bifreiðina í rúmlega eitt ár, enda var sú krafa ekki studd neinum gögnum.

Sönnunarbyrðin fyrir umfangi tjónsins, þ.e. ef þið viljið gera kröfu um bætur vegna afnotamissis, hvílir á tjónþola. Hann þarf því að sanna að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna afnotamissis sem rekja má til árekstursins. Þá hvílir jafnframt ákveðin skylda á tjónþola til að takmarka tjón sitt, þannig að hann taki t.d. einungis lánsbifreið ef hann þarf nauðsynlega á því að halda. Þetta er ávallt mikið matsatriði og styðja þarf kröfuna við tiltekin sönnunargögn (mat um að bifreiðin sé óökufær, reikningar vegna lánsbifreiðar, formleg neitun tryggingarfélagsins o.fl.). Ef þú hefur þessi gögn til staðar gætirðu jafnvel borið málið undir úrskurðarnefnd í vátryggingamálum sem hefur aðsetur hjá Fjármálaeftirlitinu. Nefnd þessi úrskurðar um greiðsluskyldu félags, ásamt því að úrskurða um fjárhæð bóta ef málsaðilar eru sammála um að bera slíkan ágreining undir nefndina. Annars er niðurstaða máls eins og fyrr greinir háð heildarmati á aðstæðum hvers máls, en hvert mál er sérstakt og því erfitt að gefa þér ákveðið svar að svo stöddu.

Ég ráðlegg þér að byrja á því fá formlegan rökstuðning frá vátryggingarfélaginu, því þá er best að sjá á hvaða grundvelli þeir neita að greiða fyrir afnotamissinn. Þá er hægt að kanna hvort slík neitun eigi sér stoð í skilmálum eða vátryggingarsamningnum.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Guðmundur Bjarni Ragnarsson, f.h. leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna.

Guðjón Ólafsson, 12.5.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband