16.4.2009 | 11:57
Álver og Virkjun og hvað svo ?
Álver og Virkjun og Hvað svo ?
Mér langar að vita hvað stjórnvöld og frambjóðendur í NA kjördæmi ætla gera í Atvinnumálum hérna á mið-austurlandi .
Hérna flutti helling af fólki frá öðrum landsvæðum og starfaði við framkvæmdir bæði í kárahnjúkum og á Reyðarfirði og sumir settust hérna að.
Og ætluð að reyna að fá atvinnu við Álverið á Reyðarfirði ,en ráðningasystemið hjá Fjarðaráli var mjög skrítið og fólk sem er vant að vinna fékk yfirleitt ekki vinnu þar.
Svo hafa verið mjög mörg dæmi þess að annar makinn hefur fengið góða og fasta vinnu en hinn fær enga vinnu eins og ég þekki mjög vel.
Ég var komin í góða vinnu á Höfuðborgarsvæðinu við hópferðaakstur og strætisvagnaakstur og um miðjan júlí fékk ég póst frá Launafli á Reyðarfirði og um var samið að ég kæmi til þeirra í sumarslok 2008 og sagði upp vinnu og húsnæði á Höfuðborgarsvæðinu og kom austur og þegar fór að líða að ég gæti byrjað hjá þeim þá var allt breytt hjá þeim og þeir sögðu mér að segja öllu lausu í bænum og koma austur.
Ég komin austur aftur á gylliboði frá Launafli atvinnulaus með svikið loforð.
Sjá má góða bloggfærslu um þetta mál hérna http://gudjono.123.is/blog/record/301329
Ég hef gengið hérna atvinnulaus í rúmt ár í heild síðan ég flutti hingað austur haustið 2004.
Ekki batnaði ástandið í haust með bankakreppunni og efnhagshruninu og svo þegar Malarvinnslan og KHB fóru á Hausinn.
Ég spyr ykkur hvað ætlið þið gera til efla atvinnulífið hérna ?
Það verður að koma hérna annað mannfrekt fyrirtæki hérna á við Álverið .
Svo að breyta þessu hugafari hjá Innfæddum hérna eins og héraði að ráða helst ekki aðflutta andskota eins og við erum kallaðir hérna sem höfum flutt hingað og sest að hérna .
Virðingafyllst
Guðjón Ólafsson
Athugasemdir
Ég hef lengi haldið því fram að jarðvinnufyritækin s.s. Myllan o.fl. séu stóriðja Héraðsmanna. Ég veit ekki hvort stjórnvöld hafa hingað til gert sér grein fyrir því. Ég hefði viljað sjá jarðgangagerð á Mið-Austurlandi verða núna að veruleika . Það hefði skapað mörgum starf á góðum launum og um leið verið arðbært fyrir samfélagið.
Guðrún Katrín Árnadóttir, 18.4.2009 kl. 21:12
Gott hjá þér Guðjón.
Álverið bjargar ekki öllum. Það skildi aðeins eftir sig svöðusár á öllu austurhálendinu og mannlegt umrót í byggð þar sem margir eru í sárum og aðrir eru þessa stundina að upplifa þensluþynnku.
Guðrún Katrín, malargröftur og grjótflutningar með tilheyrandi jarðraski hugnast heldur ekki öllum, jafnvel þó íslendingar séu með heiftarlega vinnuvéladellu.
Það er komin tími til að við fáum fyrirtæki sem vinna eitthvað gagnlegt úr þessu fjárans áli. Við eigum að setja það sem skilyrði að ef álver á að fá starfsleyfi og ókeypis rafmagni eins og þau öll fá hér á landi, komi þessir álrisar líka með til landsins fyrirtæki sem fullvinni vörur úr áli.
Hættum að vera Nígería norðursins með "Sómalska" stjórnmálamenn.
Breytum rétt, kjósum VG
Magnús Bergsson, 19.4.2009 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.