Fjarskiptamál á Ströndum

Nú er búið að kynna GSM-væðinguna á vegum landsins í seinni áfanga verkefnis Fjarskiptasjóðs sem hafði fjármagn af Símasölupeningum. Því miður á ekki að fara í neina GSM-væðingu norðan Steingrímsfjarðar innan ramma þessa verkefnis og eru það vonbrigði, Árneshreppurinn er perla Strandanna og mjög mikilvægur í uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu og búið var að tala um að vinsælir ferðaþjónustustaðir yrðu teknir sérstaklega fyrir. Það væri líka í takt við "ferðamannaveginn" sem liggur norður í Árneshrepp og er svo skilgreindur.

Því er rétt að heita á allar sveitarstjórnir á Ströndum að standa nú þétt saman um að þrýsta á um úrbætur í Bjarnarfirði og Árneshreppi og stuðla að því að komið verði upp GSM-sambandi þar sem allra fyrst. Taka þarf málið upp á vettvangi Fjórðungssambandsins strax í haust, hrepparnir þurfa að semja ályktanir sitt í hvoru lagi og saman, semja bréf og fyrirspurnir og láta þau dynja á samgönguyfirvöldum og byggðamálaráðherra. Það er grátlegt að jaðarsvæðin á jaðarsvæðunum skuli verða útundan við þessa uppbyggingu og þannig aukist enn á mismunun eftir búsetu innan einstakra svæða, hvað varðar ýmsa sjálfsagða þjónustu ríkisvaldsins sem allir landsmenn eiga að njóta óháð búsetu.

Ég hef oft hugsað um sögu sem mér var einu sinni sögð af Grímseyingum sem fengu peninga frá ríkinu til að malbika flugbraut í eyjunni, en bara helmingi of lítið af honum. Samkvæmt sögunni brugðu þeir á það ráð að malbika bara jaðrana á flugbrautinni, en skildu miðjuna eftir, svæðið þar sem flugvélarnar lentu og tóku á loft, eins og menn urðu óþyrmilega varir við þegar samgönguyfirvöldin komu að vígja hálfkláraða brautina. Þannig gulltryggðu þeir að verkefnið yrði klárað og hinn helmingurinn af fjármagninu fengist.

Ég held að við Strandamenn og Vestfirðingar ættum kannski að setja á oddinn að fá ljósleiðara, háhraðatengingu, fleiri sjónvarpsstöðvar, gsm-samband og annað slíkt sem nauðsynlegt þykir í nútíma samfélagi í Árneshreppinn fyrst af öllu.
 Það má spyrja í þessu sambandi um Byggðastefnu og hvernig hún birtist. Þegar Thatcher gamla var við völd í Bretlandi þá hófst ljósleiðaravæðing þar í landi. Þá þótti sjálfsagt að ríkið legði ljósleiðara út í ystu byggðir, því að markaðurinn myndi sjá um hitt. Ég frétti um daginn að það væri á forgangslista símans að leggja ljósleiðara í sumarbyggðina í Grímsnesinu, en ekkert bólar á slíku hér um slóðir. Hér verða stjórnvöld að koma til og sanna byggðastefnu sína í verki með því að styrkja innviði byggðanna. Þá munu störfin skila sér sjálfkrafa, því að margir vilja búa/eyða meiri tíma ef aðstæður leyfa. Ég vil fá að vita hvort það verði eitthvað gert í þessu máli á þessu kjörtímabili ? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Guðjón.

Tek undir með þér. það er með ólíkindum hvers vegna gilda ekki sömu lög mál um allt land. Eins og þú bendir á. 

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 13.11.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband