4.1.2008 | 13:31
Danmörk :-)
Þessi auglýsing mun birtast mjög fljótlega í blöðum á íslandi
Þetta verður mjög spennandi tækifæri að taka þátt í þessu sjá tengil hvar þetta er http://daniajob.dk/UmDaniaJob/tabid/218/language/is-IS/Default.aspx
. Kv Guðjón
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2007 | 09:04
Smá blogg frá mér
Sælir lesendur mínir Ég hef verið frekar latur að skrifa á bloggið en ennþá duglegri að setja inn myndir.Annars er nú lítið að frétta af okkur svo sem.Við fórum suður í lok mars að vinna fyrir Balvin Björnsson æskuvin Fjólu hann var hérna á ferð með hóp dana (70 manns) á ferðalagi um suðurland í 3 daga.Við sáum um útbúa nesti í þessar dagsferðir þeirra og endaði svo með svakaflottri veislu á Eden í Hveragerði þar sem þeir fengu þessa flottu ekta íslensku Lúðusúpu eins og þær gerast bestar og svo steikt hrefnukjöt í aðalrétt.Hérna eru myndir úr þessari veislu http://www.123.is/album/display.aspx?fn=gudjono&aid=-1737623257 Svo nokkrum dögum eftir að við komum heim úr þessari ferð þá lá inn á póstinum hjá okkur flugbókun til Kaupmannahafnar með fyrsta flugi Icelandexpress frá Egilsstöðum 1 júni 2007 (jónfrúarflugið) við verðum úti í 8 daga verðum hjá Balvin og frú í 3 daga svo ætlum við að fara með lest til Malmö í Svíþjóð og vera þar í 2 daga hjá Erni og Guðrúnu sem eru kunningja fólk Fjólu.Síðan er ætluninn að eyða í Kaupmannahöfn og skoða það sem markverðast er að skoða í borginni við sundinn áður en haldið er heim til Egilsstaða aftur.Ég fékk afleysinga vinnu hjá Sorpstöðinni hérna til 20 ágúst og byrjaði 23 April þetta er allt í lagi að vinna við þetta.Annars hef ég verið að glíma við Meiraprófið og tek sennilega próf í því núna næstu daga og vona að það gangi upp.Við fórum aðeins suður aftur 8 til 9 maí á samráðsfund útaf Óla mínum og gistum í Íbúð sem FOSA á sem er í Ljósheimum í RVK.Þetta var bara stressferð við vorum eins og útspýtt hundskinn í þessari ferð jú við keyptum okkur ný Garðhúsgögn hjá Guðjóni föðurbróðir mínum sem rekur verslun á Dalvegi í Kópavogi (www.vidarko.is ) þetta eru mjög flott húsgögn http://www.123.is/album/display.aspx?fn=gudjono&aid=53771308 En ég er farin að halda að sumarið komi ekki þetta árið hérna á Héraði Ég hef þetta ekki lengra í bili ég skrifa kannski blogg frá Danmörku næst Farðið vel með ykkur KvGuðjón og Fjóla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2007 | 12:51
Af hverju var skipið ekki dregið á flot þegar það strandaði ????
Ég skil ekki í afhverrju Skipið var ekki dregið á flot þegar það Strandaði og þá var engin áhugi á að bjarga skipinu en þegar átti að fara greiða skaðabætur til landeiganda þá var hægt að kippa skipinu út með mynstu fyrirhöfn
Þetta er líkt Guðmundi í Neskipum hann ætlaði að fá út úr trygginum tvöfalt verð skipsins
Wilson Muuga komið á flot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2007 | 15:09
Ungir Danir falla á ríkisborgaraprófi -vilt þú reyna ?
Svona kerfi ætti að taka upp hérna við innflytjendur eins og er hérna að neðan og láta þá þreyta próf í helstu lykimálum þjóðarinnar og örðu eins og tungumálinu
sjá af visir.is http://visir.is/article/20070407/FRETTIR02/70407026
Bloggar | Breytt 8.4.2007 kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.12.2006 | 16:44
skílalykt af þessu strandi og eignarhaldi á Wilson Muuga .
það er mikil skítalykt af þessu máli .
Guðmundur Ásgeirsson eigandi Nesskipa (www.nesskip.is ) kom í viðtölum í flestum fjölmiðlum um daginn og titlaði sig sem umboðsmann fyrir skipið en rétt er að hann er eigandi skipsins og hann sjóræningjafyrirtæki og skúffufyrirtæki í þriðjaheiminum.
Þetta skip hét áður m/s Selnes og var skráð undir íslenskum fána með heimahöfn á Seltjarnarnesi er var flaggað út fyrir nokkrum árum og sett á það erlend áhöfn.
Eignarhaldið á Wilson Muuga sést á heimasíðu Wilsonshiping í Bergen í noregi ( http://www.wilsonship.no ) og þessari síðu líka http://www.magentanews.com/magenta/xml/xmlarticles.xml?articleid=5034
þetta hefur aldrei komið í ljós síðustu daga.
ég skil Guðmund vel að þykjast vera umboðsmann en ekki eiganda þá kemur hann sér frá allri ábyrgð og bótakröfum og eftirmála þessa skipsskaða.
Gleðleg jól
Guðjón ólafsson
Myndasíða: www.123.is/gudjono
Stefnt að aðgerðum við Wilson Muuga á annan í jólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2006 | 01:39
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)