Noregs ævintýri mitt

Noregsævintýri mitt

 

Ég fékk mail frá starfsmannafyrirtæki í noregi sem heitir  Jobbia (www.jobbia.no  ) 25.maí .2009 um hvort ég gæti komið til noregs í vinnu með stuttum fyrirvara.

Ég gat ekki komið fyrr en eftir 10 júní og nú hófst ferli sem endaði með að ég ákvað að taka þessu þar sem þeir buðu upp mubblaða íbúð og frítt flug út og myndu ganga frá öllum pappírum fyrir mig eins og sækja um skattkort og norska kennitölu fyrir mig.

Ég kom út þann 11 júní til Førde  og var sýnt fyrirtækið allt samdægurs og daginn eftir var ég að reyna að læra á leiðir á innanbæjar vögnum í Førde..

Og næstu 2 daga þar á eftir fór ég með einum að læra á áætlunarbíla til Bergen og Flugrútuna og staði í kringum Sognfjörð.

Síðan fór ég að læra betur að innanbæjar vagna í Førde og var búin að ná öllum leiðum þar en það sem skorti var að læra á þetta flókna fargjaldakerfi og miðavélar sem notaðar voru hjá þessu Rútufyrirtæki ( Firda Billag ) og flóknum leiðum á áætlunarbílum þeirra um vestur –noreg svo var málið að trufla mig svoldið ég var ekki eins góður í norskunni eins og ég  taldi mig vera og þurfti að vera 100% fær í norsku til geta unnið við þessa vinnu og það líkaði Firda Billag ekki og höfðu aldrei áður verið með útlending í vinnu og kúnninn vildi bara hafa vel talandi norðmenn í vinnu hjá Firda Billag.

Ég gat alveg haldið úti samræðum við Vinnufélagana hjá Firda Billag á Norsku með innskotum á ensku eða Dönsku en þegar kom að samskiptum við farþega bæði varðandi miðasölu og gefa upplýsingar um ferðir á bílum Firda Billag og tala á norsku í microphone  til gefa upplýsingar um skiptistöðvar og annað þá náði mín norsku kunnátta ekki .

Svo brá mér þegar ég kom út hvað vegakerfi norðmanna er lélegt mjög þröngir vegir og myndu kallast annarstaðar einbreitt og oft þurfti að keyra nánast utan vegar til mæta öðrum bílum þetta eru stórhættulegt vegakerfi að mínu mati og ég treysti mér ekki að aka hópferðabílum um þessa vegi.

Svo komst ég að Jobbia sem ég hélt að væri bara Ráðningafyrirtæki var púra Starfsmannaleiga og ég átti að fá laun mín í gegnum þá en ekki frá Firda Billag og þegar ég kom út til noregs stóðst ekkert húsnæðið var lítíð herbergi á gistiheimili á tjaldsvæðinu í Førde þeir lofuð íbúð sem beið mín þegar ég væri komin út og þeir myndu líka sjá um að sækja um norskt Skattkort og kennitölu þetta stóðst ekki og ég varð að sækja um þetta sjálfur.

Svo þegar ég var búinn að vera þarna í 4 daga vildi starfsmannaleigan Jobbia að ég skipti um húsnæði og þeir sögðust vera búnir að finna annað húsnæði nær vinnustað mínum  ég fór að skoða það þetta var í húsnæði þar sem ég varð að deila eldhúsi og stofu með öðrum eins og muslinum .

Ég varð að ganga öll kvöld heim eftir að vinnu lauk hjá mér sem voru c.a 5-7 km .

Ég guggnaði  og það var að samkomulagi við Firda Billag og Jobbia  að ég færi heim aftur til Íslands  og Jobbia bauð mér að finna annað starf í Førde eða annarstaðar  í Noregi  þá seinna í sumar eða haust ef ég vildi .

Þetta jobb hjá Firda Billag var of erfitt fyrir mig .

Ég fór á stað heim á fimmtudagskvöldið 18 júni og varð að bíða á Gardemoen við Oslo í 14 tíma þar til ég komst í loftið til Íslands með SAS og ég var komin til Egilsstaða á Föstudaginn klukkan 15:45 .

Ég ætla leita fyrir mér núna seinniart sumars á rútum hérna heima en Fjóla konan mín er að byrja í sumarfríi 1 júlí og við ætlum að ferðast um landið í Júlí og svo reyni ég að finna mér vinnu hérna fyrir austan eða annar staðar á landinu.

Eða reyni aftur noreg þá ekki við akstur á strætó eða áætlunarbílum.

Mér líkaði mjög vel að vera í Førde og þar er gott og elskulegt fólk og sem tók vel á móti mér.
ég vildi gjarnan vera þar áfram  ,en þetta gekk ekki upp , svo var ég ekki nógu vel undirbúinn að fara út .

Þannig fór með þetta Noregsævitýri í bili.











« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

En leiðinlegt, Noregur er einmitt freistandi staður til að flytja til.

Arinbjörn Kúld, 23.6.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband