Örlög Söru

Örlög Söru

Mér  langar að deila með ykkur sögu um Örlög Söru minnar sem var blanda af Boxer og Doberman  fædd  10.09.2003 dáin 30.05.2009.

Við höfum búið í Golfskálanum við Ekkjufellsvöll  á Fljótdalshéraði  í tæp 2 ár og höfum  átt gott samkomulag við Golfklúbbinn þar til það var kosin ný stjórn í hann núna í vor .

Þá fóru að koma ýmsar kvartanir sem áttu ekki við rök að styðjast.

22.05.2009 er Sara úti í taumi bundin við húsið og þegar ég fer að taka hana inn þá kallar formaður Klúbbsins hvort ég eigi þennan hunddjöful  ég segi já  hann segir að hann hafi bitið sig .

Og segir við mig að hann verði ekki hérna mikið lengur  svo  vitum við ekki fyrr en seinna um daginn að það kemur Lögregla hingað og bankar upp á hjá okkur og segir að við verðum að láta svæfa hundinn eða fjarlægja hann héðan innan fárra daga  annars kærir Formaðurinn okkur.

Svo ganga nokkrir tölvupóstar okkar á milli og svo á  sunnudeginum fæ ég símtal frá Formanninum að að hann geti fallist á að hætta við málið ef ég uppfylli ýmsum skilyrðum.

Sem við fórum að vinna í eins og að ´hun væri úti í múl og við myndum fá okkur lokað hlið á svalinar hjá okkur.

Hann sagði að sammt við þyrftum að mæta á lögreglustöðina til loka málinu  en sá sem sá um það var veikur þá daga sem við reyndum að mæta þangað.

Svo heyrði ég ekkert frá honum og hélt að hann væri búinn að salta þetta fram yfir hvítasunnu.

Á  Föstudaginn  29.05.2009 er ég á leiðinni að sækja konu mína í vinnuna um klukkan 15.15 þá er ég stoppaður af lögreglu með þessum líka miklu látum og þeir segja að ég verði að koma núna upp á dýraspítala með hundinn það eigi að aflífa hann strax .

Það var ekkert áður hringt eða reynt að ná sambandi við mig.

Ég fékk með náð og miskunn að sækja konu mína í vinnuna með þeirra fylgd svo ræddum við meira við Lögregluna og dýralæknirinn  við spurðum hvort við  fengjum ekki að salta þetta fram yfir helgina það var ekki við það komandi .

En fallist að Sara yrið vistuð hjá Dýraeftirlitsmanni sveitafélagsins  yfir helgina.

Við fórum þangað með Söru í fylgd lögreglu og dýralæknis og dýraeftirlitsmanns  og Sara var sett í gám þar í lokað herbergi og gluggalaust .

Við fengum að fara til hennar af og til svo á laugardag  bað Dýraeftirlitsmaðurinn um að það yrði skoða betur hvort hún mætti ekki fara heim meðan málið væri í skoðum en dýralæknirinn harðneitaði því  en Dýraeftirlitsmaðurinn sagði vegna líðan dýrsins.

Hún var skelfingu hrædd inn í þessu þrönga og gluggalausa herbergi og öryggislaus.

Dýralæknirinn gerði skapgerða og atferlispróf á henni inn í gámnum þar sem hún var tryllt af hræðslu  og dæmdi hana eftir því bilaða í hausnum . Dýraeftirlitsmaðurinn hringdi í okkur svo á miðjum laugardegi og sagði að Heilbrigðisfulltrúinn væri hjá sér með bréf til okkar og lögreglan væri með henni sem ég skil ekki tilhvers hún þurfti Lögreglu til til að vitna þegar við skrifuðum undir mótökubréfssins . svo sagði Helga Hreinsdóttir okkur að við mættum hringja í sig hvenær sem er um helgina , en þegar konan mín hringdi í hana svo seinna um kvöldið var hún stíf og þver og vildi ekkert tala við hana , en var smjaðraði heima hjá Dýraeftirlitsmanninum þetta fynnst okkur vera falskheit og undurferli af hálfu Heilbrigðisfulltrúa Austurlands Helgu Hreinsdóttur.

Svo reyndum við allt sem við gátum að fá hana heim meðan ákvörðum væri tekin  um afdrif hennar. En dýralæknirinn neitaði því og heilbrigðisfulltrúi og dýralæknirinn sagði að við fengjum hana aldrei aftur.

Svo við ákváðum til að hún kveldist ekki þarna meira að láta þá klára málið og svæfa hana og það gerði dýralæknirin á Laugardagskvöldið.

Við höfum ekki fengið ennþá að sjá neitt áverkavottorð frá Formanni golfklúbbsins eða heyrt frá vitni því það var ekkert.

Hvað fynnst ykkur um þetta mál???


Skrifað 1.6.2009 kl. 0:18 af Guðjón Ólafsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ljótt mál og ömurleg meðferð á Söru í umsjón dýralæknisins. Lyktar dáldið af eineltisilmi. Ætli meðalhófsreglunni hafi verið framfylgt?

Arinbjörn Kúld, 1.6.2009 kl. 10:34

2 Smámynd: Guðjón Ólafsson

Dýraeftirlitsmaðurinn hringdi í okkur svo á miðjum laugardegi og sagði að Heilbrigðisfulltrúinn væri hjá sér með bréf til okkar og lögreglan væri með henni sem ég skil ekki tilhvers hún þurfti Lögreglu til til að vitna þegar við skrifuðum undir mótökubréfssins .

svo sagði Helga Hreinsdóttir okkur að við mættum hringja í sig hvenær sem er um helgina , en þegar konan mín hringdi í hana svo seinna um kvöldið var hún stíf og þver og vildi ekkert tala við hana , en var smjaðraði heima hjá Dýraeftirlitsmanninum þetta fynnst okkur vera falskheit og undurferli af hálfu Heilbrigðisfulltrúa Austurlands Helgu Hreinsdóttur.

Guðjón Ólafsson, 1.6.2009 kl. 11:10

3 Smámynd: Guðjón Ólafsson

Þetta kom frá Formanninum

Sæll Guðjón,

Þessu málflutningur er með eindæmum og dæmir sig að mestu sjálfur. Verð að draga hér fram staðreyndir málsins.

Eini sökudólgurinn í þessu máli er hundur sem réðist á mann og beit hann. Þetta er alvarlegt mál og þegar slíkt gerist fer af stað ákveðið ferli sem lýtur lögum.

“Samkvæmt 6.grein samþykktar um hundahald í fljótsdalshéraði þá segir " Hunda, sem ráðast á menn eða skepnur, skal fjarlægja og lóga þegar í stað í samráði við dýralækni."

Ábyrgir hundaeigendur hafa yfirleitt frumkvæði í þessu, því þegar hundur hefur bitið einu sinni mun hann gera það aftur.

Vilt þú vera í þeim sporum að þinn hundur skaði t.d barn varanlega?

Að vera að blanda Golfklúbbnum og öllum meðlimum hans í þetta mál, með dylgjum og samsæriskenningum er rakalaus þvættingur og uppspuni. Fæstir í klúbbnum svo mikið sem vita af þessu.

Þið eigið samúð mína að svona skuli vera komið en þetta er einvörðungu einum að kenna, gerandanum.

Mbk

Sigurþór

Guðjón Ólafsson, 1.6.2009 kl. 14:21

4 identicon

Sæll, ég mundi segja að það er ekki rétt að fá dýralæknirinn á svæðinu sem er tengdur í kerfið þarn til að framkvæma eitthvað lítið skapgerðarmat í röngum aðstæðum. Mundi kynna mér málið betur ef égværi þú. Hver var kærður? Var það réttur eigandi hundsins, sem sagt sá sem var skráður fyrir honum? Hvað var kært fyrir og hvar er áverkavottorð fyrir því? Þú átt að fá að sjá alla þessa hluti og dómsúrkurð um að fjarlægja hundinn. Ef lögregla og eða hundaeftirlitsmaður kemur til að fjarlægja hund, verður að sýna dómsúrskuðr um það með tillit til kæru. Þeir meiga þá taka hund í GÆSLU þar til andmælaréttur þinn rennur út. 

EN ef þeir ná að sannfæra þig að þú EIGIR að fara með voffa í svæfingu, og þú trúir þeim og ferð með voffa þá eru þeir að leika í kringum leikinn, segja svo að þú hafir farið með hann af frjálsum vilja.  Að sjálfsögðu kynna þeir þér ekki rétt þinn af fyrra bragði!

Var þér kynntur þinn réttmæti  ANDMÆLAFRESTUR? Þú átt rétt á að fá td viku til að fá ÞINN aðila með réttindi til að taka skapgerðina á hundinum út, þú ert ekki skyldugur að taka við gámaprófi dýralæknis á svæðinu. Þú átt rétt a að fá hundaþjálfara ásamt dýralækni sem eru ÓVIÐKOMANDI málinu og hlutlausir. Mér finnst ekki rétt að þessu farið og þetta angar af óréttlæti. BIT og GLEFS er ekki það sama, það þarf að taka allt inní myndina hvernig aðstæður voru í kringum hundinn þegar þetta BIT á að hafa gerst, fékk maðurinn stífkrampasprautu vegna BITS? 

Réttur hundanna okkar er lúmsk mikið meiri en almenningur telur ef það er grafið ofan í lög, LÖG eru ofar REGLUGERÐUM í réttarsal.

Kannaðu þitt mál betur!!

Freyja Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 11:59

5 identicon

Ég var bitin af hundi sem lögreglumaður á,þegar ég var í vinnu minni að bera út póst hjá Íslandspósti. Þessi hundur lifir mjög góðu lífi ennþá hjá umræddum lögreglumanni!!!!!

Linda Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 15:25

6 identicon

Hvernig væri að loka formanninn inn í gám í sólahring og gera svo Skapgerða og atferlispróf

á honum á eftir og taka svo ákvörðun með hann í samræmi við prófið. ????????

Jón Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 14:36

7 identicon

Því er altaf dyrunum kent um en ekki kannað ástæðan fyrir því að þau verja sig og hvaða erindi átti þessi maður heim við hús hjá ókunnu fólki.

spp (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 09:26

8 identicon

Bíddu tíkin var bundin ?? Hvað er mannfíflið að nálgast hund sem hann á ekkert í. Ég segi að það hafi illilega verið brotið á þér. Hann verður að geta sýnt fram á áverkavottorð og ég hefði haldið að hunda atferlisfræðingur yrði að prófa skapgerðina í henni. Virtur hundaþjálfari sagði mér að glefs væri 2-3 spor en bit væri 20 spor. Ef það þurfti ekki að sauma þá rak hundurinn tennurnar í hann, bara viðvörun.

Þannig er mál með vexti að systir Söru er mamma tíkarinnar minnar.. ég veit að ef hún væri bundin útí garði ein og e-r maður kæmi labbandi að henni myndi hún líta á það sem ógnun og myndi urra, vara við að næst mun hún nota tennurnar.

Þetta er rosalega leiðinlegt mál og ég myndi fara með það lengra, það var algjörlega brotið á þér, og tíkin hefði ekki átt að þurfa gjalda fyrir þetta rugl.

Takk fyrir mig..

Regína Ingunn Fossdal (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 22:35

9 identicon

Enginn andmælaréttur af neinu tagi virðist hafa verið virtur, er þetta ekki bara verðandi dómsmál?

Atli (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 23:18

10 identicon

Ætti að taka þennan formann og rasskella . Afsakið orðbragðið. Reyndar veit engin hvað gerðist nema Sara og formaðurinn í golfklúbbnum. Hvorthann hafi bara verið að klappa henni eða ógna henni.   En sex ára gamall hundur sem hefur aldrei bitið áður og gerir það svo allt í einu núna er ekki afþví hann er árasargjarn, það er einhver "góð"  afsökunarástæða fyrir því. Mér finnst þetta hrikalegt og skil ekki fyrir mitt litla líf að þessi formaður sem vildi láta svæfa hana og ætlaði að kæra ykkur skilur ekki að hann er að taka frá ykkur hundinn ykkar sem þið eruð búin að eiga og vera með í SEX ÁR ! Þetta er hundurinn þinn, þinn besti og traustverðasti félagi.   Ég fussumsveia bara.     Samhryggist ykkur innilega og gangi ykkur vel.

Ásdís Magnea Egilsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 00:14

11 identicon

Ég á tík sem drap kött á Seyðisfirði í fyrra. Þessi saga hljómar alveg eins og það sem þau reyndu að gera við okkar tík.

Við sendum hana í annan landshluta til að byrja með og fórum á ótalfundi með HAUST og bæjarstjóra Seyðisfjarðar. Við fundum allt það sem HAUST hafði klúðrað og reynt að stytta sér leiðir í kringum og við kærðum HAUST. Við unnum málið og Von er núna frjálst að koma til Seyðisfjarðar og enginn getur gert neitt í því.

Ég er sammála þér með falskheit og undirferli Helgu. Þessi kona segir það sem henni hentar hverju sinni og þykist hafa manns bestu hagsmuni í leiðarljósi, ekki treysta henni.

Það að hún nefndi guð og talaði um biblíuna þegar við véfengdum skilgreiningu hennar á orðinu "skepna" sýnir hversu rugluð hún er (Að mínu mati að sjáfsögðu!). Skepna átti að vera lifandi vera sem er sköpuð af guði! Þegar ég spurði hana hvort hún væri skepna þá vildi hún ekki samþykkja það.

Aðspurð um fugla sem kettir drepa allt árið um kring, þá sagði hún að það væri ekki það sama að köttur dræpi fugl og að hundur dræpi kött. En eru ekki allar skepnur guðs jafn mikilvægar? Er óskráður lausagöngu köttur rétthærri en frjáls fugl eða hundurinn minn sem er skráður og var í taum?

Helga er undirförul og köld manneskja sem er bara að reyna að klára verkin til að komast heim, henni er alveg sama hvernig öðrum líður (Þetta er mín skoðun og hana mun ég viðra að eigin vilja.).

Haukur Þór Smárason (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 12:36

12 identicon

Sæl verið þið, þetta er virkilega sorgleg saga. Það er ósjaldan brotið á rétti hundaeigandans. Litla dóttir mín lenti í  því fyrir nokkrum árum að nágrannakona okkar var með hundinn sinn á gangi í taumi. Dóttir mín óskaði eftir að fá klappa og var það ekkert mál. Veit ég þá ekki til en að hundurinn ræðst á hana og bítur. Ég hljóp til og leit á handlegg hennar, bitin voru djúp og ljót. Við fórum með hana niður á slysadeild þar sem gert var að sárum hennar en þar sem handleggurinn var illa rifinn þá varð að sauma á 6 stöðum en yfirleitt eru bitsár ekki saumuð skv. vakthafandi lækni á þessum tíma. Við kærðum málið en okkur var sagt að við værum "réttindalaus" þar sem hundurinn var í taumi og það væru greidd af honum leyfisgjöld hér í Reykjavík.  Í dag er hundurinn enn búsettur hér í götunni og farið er með hann í göngu í taumi en líka taumlausann. Þessi hundur á sér sögu að hafa glefsað í fólk. Ég skil ekki hvernig hægt er að láta fólk komast upp með að hundur,  sem skemmir handlegg því dóttir mín er með mörg stór og upphleypt ör eftir þetta, að hann fái að lifa áfram. Svo er verið að ráðast á heimilishunda með kjafthætti og vesenisgangi og þeim er lógað!!! Ég skil ekki þessi rök! Ég spurði eftirlitsmann í Reykjavík hvort að þetta væri rétt að ég væri réttindalaus gagnvart þessu fólki og sagði hann vera satt, þannig að ef þú ert með hundinn í taumi og borgar af honum gjöld, þá er í "lagi" að hann bíti. Ég skil bara ekki svona.

Ég samhryggist ykkur innilega með tíkina ykkar, en á meðan það eru hundar sem bíta og komast upp með það þá lenda heimilishundar sem gelta á golfara illa í því.

Bryndís Elsa Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 11:29

13 identicon

Úff mér verður bara óglatt á að lesa þetta og rifja upp okkar sögu.

Ég semsagt á tíkina Von með Hauki sem skrifar hérna fyrir ofan. Við lentum líka svona ílla í þessu ómerkilega pakki þarna fyrir austan. Þetta er alveg rosalegt að þau fái að komast upp með svona vinnubrögð. Tíkina okkar átti einmitt að taka og skjóta bakvið áhaldahús ??? Það átti að fá bæjarstarfsmenn til þess.

Helga margreyndi að fá okkur til að láta þau hafa Von til að taka hana og setja í eitthvað búr út í sveit. Við sögðumst bara engan vegin treysta Von einhversstaðar þar sem þau ná til hennar, punktur. Við flúðum með hana til Akureyrar og þar bara var hún. Mér var marghótað því að lögreglan væri á leiðinni að koma og taka hana. 

Þau ákváðu að annaðhvort færi tíkin úr bænum eða hún yrði tekin og lógað. Við sættum okkkur alls ekki við þá ákvörðun vegna þess að þetta var engan vegin löglegt og samkvæmt reglum!! Við kærðum ákvörðunina og unnum málið. EN ég var ekki að þessu til að fá að fara með Von á Seyðó þegar ég vildi heldur bara RÉTT SKAL VERA RÉTT og við þurftum bókstaflega að troða réttlætinu upp í rassgatið á þeim!!! afsakið orðbragðið 

Úff get helst ekki verið að rifja meira upp. Þetta voru HRÆÐILEGIR tímar og ég samhryggist ykkur svo innilega! Það er hræðilegt að lenda í þessu :S

Ég veit ekki alveg hvað er hægt að gera við þetta pakk þarna fyrir austan. En eitt veit ég að ALDREI aftur mun ég búa fyrir austan með dýrin mín, nei takk fyrir.

Oddný Lísa Ottósdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 13:47

14 identicon

Þetta er frekar skrítið mál.  Líka eins og ein segir hér að ofan að þá var hún bitin af "Dóp hundi" sem býr á sama stað og við og hann lifir fínu lífi í dag.  Einnig skil ég ekki að stundum er eins og fólki sé stundum alveg sama um dýrin en svo "kemur eitthvað smá upp á" og þá fer allt á annan endan.

steinunn Ragnhildur (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband