Gögn um mál Íslandsseturs á Láglandi
Yfirlýsing frá Baldvin Björnssyni eiganda íslandsseturs í Danmörku
Upphaf þessa máls er að mér berast tvær umsóknir um gistingu á Setrinu. Þær koma frá Valdimar Ágúst Emilssyni (260280 4739) Hnjúkabyggð 27, Blönduósi og Brynjólfi Þórðarsyni (260277 4489) Engihjalla 3, Kópavogi.
Í fyrstunni er um það rætt að þeir komi einir til að kanna jarðveginn og skoða möguleika sína hér í DK. Þetta breytist svo skyndilega um áramótin þegar Valdimar ákveður að taka alla fjölskylduna með og Brynjólfur ætlar að taka son sinn, samtals átta manns. Þetta er stór hópur og því að mörgu að hyggja. Ég mæli með að þeir dvelji á Setrinu í mánuð meðan þeir eru að fá danska kennitölu, koma börnunum í skóla, leita sér að íbúð og annað sem máli skiptir þegar flutt er í annað land. Vegna stærðar fjölskyldunar reyni ég að smíða saman "pakka" þar sem ég reikna dvöl þeirra eins ódýra og kostur er. Þennan pakka samþykkir Valdimar og vill um leið að við sjáum um að sækja þau á flugvöllinn á Kastrup.
Laugardaginn 24. jan sendi ég svo tvo bíla til Kaupannahafnar með trailer fyrir farangurinn ásamt samlokum, kaffi og juce fyrir svanga ferðalanga. Um er að ræða ca 320 km x 2 (bílar) sem skv. aksturstöflu hins opinbera má það margfaldast með dkr. 3.90 pr km. Það var ekkert gjald tekið fyrir bílstjórana en ferðin í allt tók milli 4 - 5 tíma.
Þegar á áfangastað er komið fæ ég það strax á tilfinninguna að ekki er allt með felldu og á sunnudagskvöld fæ ég það staðfest. Þau eru nánast peningalaus! Þau hafa ekki hugsað sér að búa á Setrinu og biðja mig um að finna handa sér íbúð, íbúð sem þau höfðu sjálf séð á netinu. (Bolig Portal). Þessi breyting á áætlun þeirra verður til þess að ég kem með nýtt tilboð varðandi gistingu þar sem aðeins er um viku að ræða, svo þau greiða aðeins vikugjald í fjölskylduherbergi (sex manns) og Brynjólfur greiðir vikugjald fyrir einstaklingsherbergi. Þau óska síðan eftir því að tilboð mitt um kvöldmat standi, eða um dkr 480.- fyrir allan hópin pr. dag.
Sunnudaginn 25. jan fer ég svo með Valdimar og Brynjólfi að skoða "draumahúsið" að utan og seinna kaupi ég áskrift að Bolig Portalen svo okkur takist að finna þann aðila sem hefur með húsið að gera. Það tekst og þau geta tekið húsið á leigu. Leigugjaldið er dkr 8.500,- pr mánuð fyrir utan ljós og hita. ég nefni það við þau að þetta sé dýr húsaleiga til að byrja með og sérstaklega þegar þau hafi ekki skoðað atvinnumöguleikana, en allt kemur fyrir ekki...þetta er húsið. Þegar kemur svo að því að ganga frá leigusamningi hafa þau ekki pening þar sem krafa eigandans eru 3 mánuðir í tryggingu ásamt mánuði fyrirfram, samtals dkr. 34.000.-
Ég fer því í gang með að finna aðra íbúð og finn 4 herbergja íbúð í hjarta Nakskov fyrir 3.400.- á mánuði. Þegar húsaleigursamningur fyrir þá íbúð er er í höfn, hringir fasteignasali "draumahússins" og býður þeim að taka á leigu húsið án tryggingar eða 8.500.- pr mánuð og svo að þau greiði aukalega 1.000.- og safna þannig upp í tryggingarupphæðina. Jafnframt verður að samkomulagi að hópurinn geti flutt inn strax við undirritun leigusamnings án þess að greiða neitt sérstaklega fyrir þann mánuð (febrúar). Það er þó tekið fram að iðnaðarmenn verði að gera húsið í stand í nokkra daga og því vanti að setja upp einhver eldhúsáhöldum og fleira. Þetta samþykkja þau og ganga að öllum skylmálum.
En þá kemur babb í bátinn, fólkið hafði engan pening til að ganga frá leigusamningnum. Til að bjarga stöðunni ákvað ég að leysa málið á þann hátt að þau leggi 400.000.- inná reikning minn á íslandi og svo tæki ég að mér að greiða húsaleiguna og fá samninginn í höfn. Einnig gætu þau greitt undirrituðum fyrir gistinguna og hefðu svo reiðufé afgangs. Þetta finnst þeim algjör himnasending og þakka mikið og vel. Nú leið enn ein auka vika á setrinu þannig að samnlagt gistu þau rúmar tvær vikur. Miðvikudaginn 11. febrúar er svo allt klappað og klárt, þau fá afhenta lyklana og flytja frá Setrinu í nyja húsið.
Sama dag fengu þau bíl undirritaðs lánaðan til útréttinga eins og alla aðra daga sem þau höfðu verið hér, án endurgjalds. Ég var búinn að tala við skólayfirvöld fyrir þau til að koma börnunum í skóla, ég var búinn að aka með þau vítt og breitt til að skoða íbúðir og bíla. Fór með þau á skrifstofu kommúnunar til að skrá þau inn í landið og hjálpaði þeim við að leita sér læknis vegna veikinda eins barnsins ásamt mörgu öðru.
Eftir að hafa nú meðal annars rætt við Sendiráð Íslands í Kaupannahöfn er helst á þeim að skilja að það hafa verið að kröfu félagsmálayfirvalda að fá börnin aftur til Íslands þar sem þeim var ekki heimilt að flytja úr landi ? Einhver ástæða er fyrir því að þetta fólk vill ekki koma fram í sjónvarpi heldur fela sig bak við "slör".
Með kærri kveðju
Baldvin
Ps. bréf frá fyrrvarandi gestum Íslandssetursins:
Sæll Baldvin
Ég vildi bara láta vita að við myndum fara í fréttirnar fyrir þig til að uppræta þetta mannorðsmorð sem framið var á þér.
Þetta er mesta bull og kjaftæði sem ég hef heyrt sem var í fréttunum í dag. Við Valborg getum bæði vottað það að þú gerðir aldrei neitt ósanngjarnt eða neitt á kostnað okkar og hjálpaðir okkur með hvað sem er. Þú ert rosalega fagmannlegur og góðhjartaður maður og átt þetta ekki skilið, við stöndum með þér hérna á klakanum.
Einnig máttu hringja í okkur og tala við okkur,
354 *******
Kær kveðja og ósk um gott gengi um ókomna framtíð,
Gunnar og Valborg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.