Smá blogg frá mér

Sælir lesendur mínir Ég hef verið frekar latur að skrifa á bloggið en ennþá duglegri að setja inn myndir.Annars er nú lítið að frétta af okkur svo sem.Við fórum suður í lok mars að vinna fyrir Balvin Björnsson æskuvin Fjólu hann var hérna á ferð með hóp dana (70 manns)  á ferðalagi um suðurland í 3 daga.Við sáum um útbúa nesti í þessar dagsferðir þeirra og endaði svo með svakaflottri veislu á Eden í Hveragerði þar sem þeir fengu þessa flottu ekta íslensku Lúðusúpu eins og þær gerast bestar og svo steikt hrefnukjöt í aðalrétt.Hérna eru myndir úr þessari veislu http://www.123.is/album/display.aspx?fn=gudjono&aid=-1737623257 Svo nokkrum dögum eftir að við komum heim úr þessari ferð þá lá inn á póstinum hjá okkur flugbókun til Kaupmannahafnar með fyrsta flugi Icelandexpress frá Egilsstöðum 1 júni 2007 (jónfrúarflugið) við verðum úti í 8 daga verðum hjá Balvin og frú í 3 daga svo ætlum við að fara með lest til Malmö í Svíþjóð og vera þar í 2 daga hjá Erni og Guðrúnu sem eru kunningja fólk Fjólu.Síðan er ætluninn að eyða í Kaupmannahöfn og skoða það sem markverðast er að skoða í borginni við sundinn áður en haldið er heim til Egilsstaða aftur.Ég fékk afleysinga vinnu hjá Sorpstöðinni hérna til 20 ágúst og byrjaði 23 April þetta er allt í lagi að vinna við þetta.Annars hef ég verið að glíma við Meiraprófið og tek sennilega próf í því núna næstu daga og vona að það gangi upp.Við fórum aðeins suður aftur 8 til 9 maí á samráðsfund útaf Óla mínum og gistum í Íbúð sem FOSA á sem er í Ljósheimum í RVK.Þetta var bara stressferð við vorum eins og útspýtt hundskinn í þessari ferð jú við keyptum okkur ný Garðhúsgögn hjá Guðjóni föðurbróðir mínum sem rekur verslun á Dalvegi í Kópavogi (www.vidarko.is ) þetta eru mjög flott húsgögn http://www.123.is/album/display.aspx?fn=gudjono&aid=53771308 En ég er farin að halda að sumarið komi ekki þetta árið hérna á Héraði Ég hef þetta ekki lengra í bili ég skrifa kannski blogg frá Danmörku næst Farðið vel með ykkur  KvGuðjón og Fjóla  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband