13.5.2010 | 08:54
Til Framboða og Frambjóðenda á Fljótdalshéraði
Kæri frambjóðandi og framboð á Fljótdalshéraði.
Ég sem kjósandi hérna í sveitarfélaginu vill koma til ykkar spurningum og sem ég vill fá svör við sem allra fyrst .
Hvað ætla framboðin á Fljótdalshéraði lofa sambandi við Atvinnumálin á héraði ?
og gera til að útrýma atvinnuleysi í sveitarfélaginu ??
Ég hef búið hérna síðan haustið 2004 ásamt sambýliskonu minni og 2 börnum hennar sem eru á kosningaraldri .
Ég hef verið hérna meira og minna án vinnu síðan haustið 2006 með smá hléum inn á milli ég hef þuft að fara suður til Reykjavíkur í 2 síðustu sumur að vinna því ekkert hefur verið í boði hérna.
Nú er svo komið að ég er tilneyddur að fara af landi brott útaf atvinnuleysi mínu og hef fengið starf í Fredrikstad í Noregi við Rútuakstur.
Og þarf að búa í fjarbúð með konu minni sem er föst í vinnu hérna sem Matráður við sjúkrahúsið á Egilsstöðum .
Hún mun koma til Noregs til mín ef vel gengur hjá mér .
Hvað geti þið gert til að sporna við svona flótta héðan af héraði ?
Ég hef reynt að sækja um starf víða hérna og hef sótt um frá upphafi um starf hjá Alcoa á Reyðarfirði ég fæ alltaf þau svör að ég passi ekki inn í teymin hjá þeim .
Ég starfaði við byggingu Álversins bæði hjá Bechtel og Suðurverki svo ég þekki vel svæðið.
Hérna eru 4 fullgild atkvæði í boði vegna Atvinnu minnar hérna á Héraði eða Fjarðarbyggð
Nú er það ykkar að vinna þau til ykkar
Virðingarfyllst
Guðjón Ólafsson
Kennitala -131062-5759
Lagarási-8
700-Egilsstaðir
Sími: 849-9545/ 471-2103
Tölvupóstur: gutti62@gmail.com
Athugasemdir
guðjón þessi loforð fyrir kosníngar er bara venjuleg lígi
Ólafur Th Skúlason, 13.5.2010 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.