Mér langar að segja ykkur raunar sögu mína héðan frá Noregi

 Borgbuss 022

Mér langar að segja ykkur raunar sögu mína  héðan frá Noregi .Ég fékk atvinnutilboð í vor ( Apríl) frá Borgbuss hérna í Fredrikstad og við kona mín keyptum okkur ferð með Norrænu  út þann 17 júní frá Seyðisfirði og komum 19 júní til Hanstholm í Danmörku  og áttum viku dvöl á Lolland hjá kunningja fólki okkar síðan keyrðum við á einum degi hingað til Fredrikstad ég fór strax að ræða við yfirmenn hjá Borgbuss og það var sett í gang að fá alla nauðsynlega pappíra hérna og sækja um Kjøreseddel og þegar hann var komin gátu þeir ekki tekið mig strax í þjálfun varð að bíða í 10 daga svo byrjaði bókleg þjálfun og verkleg með hléum á milli er stutt var eftir af þjálfuninni þá var ég kallaður á fund hjá Per Oskarsson sem er yfirmaður bílstjóra hjá Borgbuss og hann fór fram á að ég færi í norskukúrs og ætti að leita til NAV um að fá Dagpeninga á meðan ég væri í Norskunámi ég gerði það og það var farið margar ferðir til NAV með túlk líka og það er búið að vera mikið ferli hjá NAV að lokum sögðu Borgbuss mér endalega  upp störfum  og ég get reynt að sækja um vinnu ef ég kem með 100% norsku kunnáttu til þeirra og prófskírteini upp á það frá viðurkenndum skóla.Ég  stunda norskunám núna í Internatsjonal skolen í Gamlebyen í Fredrikstad í kvöldskóla 2 kvöld í viku og heng heima þess á milli ég hefði frekar vilja vera í starfi og læra norskuna í starfi  og vera meira í leiðinni innan um norðmenn og ná meiri tökum á málinu fljótar.Ég held að Borgbuss hafi hlaupið á sig þarna með að segja mér alveg upp störfum hjá sér heldur en að hafa mig í vinnu hérna og læra málið hraðar innan um Vinnufélagana.Ég hef verið skráður inn á NAV síðan i byrjun September og lenti á 8 vikna biðtíma hjá þeim sem mér skilst að sé enn 4 vikur í að ég fái greidda dagpeninga frá þeim ég hef reynt að sækja um Sosjalaðstoð líka og fékk synjun á hana. Mér skilst að ég fái fyrstu greiðslu frá NAV  þann 17 nóvember   eftir nýjustu fréttum  þaðan  maður hefur lifað á loftinu nánast í allt haust og sumar eftir að ég kom hingað í lok júni.Ég sæki um allt sem gæti komið til greina miða við mína reynslu að heiman og hef fengið fá svör , og farið í eitt viðtal hjá Ráðningarstofu  hérna í Fredrikstad .Ég veit ekki hvort það sé betra að vera hérna á bótum hjá NAV eða á bótum heima á íslandi  vísu er kannski meiri líkur á að ég fái  vinnu hérna  en heima á Egilsstöðum.Ég veit líka að ef ég hefði verið áfram  heima á bótum  þá hefði ég dottið út af bótum  núna í haust og orðið að segja mig á bæinn.og er ekki að sjá að sveitarfélögin ráði við að fá fólk á bætur hjá sér í stórum stíl.Ég veit ekki hvað ég held þetta lengi út hérna einn og lifa í Fjarbúð  frá sambýliskonu minni  svo mánuðum skiptir .Svo er eitt líka að herja á mig  það er að ég kom á bíl hingað frá Íslandi  á íslenskum númerum  og þar sem ég flutti lögheimili mitt hingað út  get ég ekki sótt um  ársleyfi  um notkun á bílnum  þeir eru búnir að herða lögin það mikið hérna  og nú má ég ekki vera með bílinn  hérna nema 3 mánuði . ég hef sótt um leyfið og fékk bréf upp á að ég yrði að sannfæra tollinn að ég ætli að vera skemur en í eitt ár hérna með bílinn minn ég sendi inn svarbréf um það en þeir hafa ekki svarað mér síðan um miðjan september.Ég sé ekki annað en ég verði að forða bílnum heim um jólin  og koma út bíllaus eftir áramótin  og leita mér áfram að vinnu hérna þótt hægt gangi .

Ég er samt að gefast upp á þessu en það tekur ekkert við heima í atvinnumálum   ennþá verra .

það er mjög gott að vera hérna  en ekki búa hérna einn og konan heima  því fjarbúðin er að gera útaf við okkur bæði.

Fredrikstad er frábær bær og ég vildi hvergi annarsstaðar búa .

Þá er alveg eins gott að pína sig áfram hérna.

Eða  hvað ráðleggið þið mér ???

Borgbuss 004

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

´´Eg hef heyrt að sýstemið i Noregi sé það erfiðasta og flóknasta á Norðurlöndum. Systir mín t.d. gafst upp þarna og fór til Danmerkur. Ég sjálfur er í Svíþjóð og íslendingar eru að að flýja landið í hundraðatali. Það er allt mögulegt hægt að gera ef maður veit réttindi sín. Noregur er þó alltaf skárri kostur enn Ísland sé maður í ógöngum peningalega..

Óskar Arnórsson, 2.11.2010 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband