Loksins, loksin eru jarðgöng á milli Seyðisfarðar og Egilsstaða í augsýn

 

 c_users_notandi_pictures_olympus_12mp_p7170044

Loksins, loksin eru jarðgöng á milli Seyðisfarðar og Egilsstaða í augsýn
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hélt fund fimmtudaginn 23. september með fulltrúum allra stjórnmálaflokka Austurlandskjördæmis á Alþingi, fjármálaráðherra Steingrími J. Sigfússyni, Birni Vali Gíslasyni, Kristjáni Möller, Sigmundi Erni Rúnarssyni, Birki Jóni Jónssyni, Kristjáni Þór Júlíussyni og Tryggva Þór Herbertssyni. Eftir framsögu Arnbjargar Sveinsdóttur og Jónasar Hallgrímssonar lýstu allir þingmenn yfir stuðningi við að næstu jarðgöng á eftir Norðfjarðargöngum yrðu jarðgöng  á milli Egilsstaða og Seyðsifarðar.
Lokaorð Jónasar Hallgrímssonar áður en þingmenn tóku til máls voru: "Mín lokaorð verða að  skora á ykkur þingmenn góðir að sjá svo til að ótvíræður vilji komi fram í texta samgönguáætlunar um Seyðisfjarðargöng sem væri fyrsti hluti af áætlun um tengingu yfir til Norðfarðar(sú tenging mætti kom mun síðar) og til þess að fá menn hér á staðnum og annars staðar til að trúa því að af framkvæmdum verði,  komi ákvæði um að minnsta kosti 100 miljónir króna í rannsóknarfé á næstu fjárlögum".
Þingmenn tóku allir til máls og lýstu yfir stuðningi við að þessi jarðgöng yrðu næst á eftir Norðfjarðargöngum(krafan um 100 miljónir í rannsóknarfé var ekki rædd frekar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband